Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 25. mars 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal hefði getað fengið Alonso - Buðu of lítið
Alonso leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Alonso leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mistekist að kaupa fjöldamarga stjörnuleikmenn til Arsenal. Í dag birtum við draumlið leikmanna sem voru næstum því búnir að ganga til liðs við Arsenal.

Liðið er stútfullt af bestu leikmönnum heims, en einn af þeim sem kemst ekki í liðið er Xabi Alonso. Hann var þó ekki langt frá því að ganga í raðir Arsenal á sínum tíma.

Alonso, sem leggur skóna á hilluna eftir tímabilið, segist hafa verið nálægt því að ganga í raðir Arsenal árið 2008. Hann endaði þó á því að fara til Real Madrid.

„Árið 2008 var ég mjög nálægt Juventus og ég var líka nálægt því að fara til Arsenal," sagði Alonso.

„En það munaði bara 3 milljónum punda. Liverpool vildi fá 18 milljónir punda og bæði lið buðu 15 milljónir punda - þess vegna gerðist það ekki," sagði sá spænski enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner