Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. mars 2017 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benzema: Ég spila ekki fyrir Bale og Ronaldo
Benzema fagnar hér marki.
Benzema fagnar hér marki.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Karim Benzema, sem leikur með Real Madrid, segist spila fyrir liðið, ekki fyrir Cristiano Ronaldo og Gareth Bale.

Benzmena myndar ásamt Bale og Ronaldo hið ógnarsterka BBC-sóknarþríeyki, en hann segist ekki spila fyrir félaga sína í framlínunni. Hann segist spila fyrir hópinn í heild sinni.

„Það væri draumur að enda ferilinn hjá Real Madrid," sagði Benzema við Christophe Dugarry hjá RMC.

„Það eru engin önnur félög sem lýsa upp framtíð mína eins og Real Madrid," sagði sóknarmaðurinn sterki enn fremur.

„Ég þjónusta liðið, ekki Bale og Ronaldo. Ég spila fyrir hópinn."

Benzema hefur skorað 16 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili, en Real Madrid er sem stendur á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á Barcelona. Real á líka leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner