lau 25. mars 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bergvin Jóhannsson í Magna (Staðfest)
Bergvin fagnar hér marki með Völsungi.
Bergvin fagnar hér marki með Völsungi.
Mynd: Hafþór-640.is
Magni Grenivík hefur gengið frá lánssamningi við Bergvin Jóhannsson. Hann kemur til liðsins frá Þór á Akureyri.

Hann mun spila með liðinu í 2. deildinni næsta sumar.

Bergvin, sem er fæddur árið 1995, var lánaður um mitt síðasta tímabil til Völsungs þar sem hann lék tíu leiki og skoraði eitt mark.

Bergvin lenti í erfiðum meiðslum árið 2012 í leik með Þór. Hann lenti á stálbita í grind Bogans á Akureyri með þeim afleiðingum að hnéskel hans fór í tvennt og úr henni flísaðist biti.

Nú er hann mættur í Magna, en þar er stefnan sett á að komast upp. Magni hefur bætt við sig sterkum leikmönnum í vetur og ber þar helst að nefna Svein Óla Birgisson og markaskorann Jóhann Þórhallsson.

Síðastliðið sumar endaði Magni í fimmta sæti 2. deildar karla, þá sem nýliði í deildinni, en eins og áður segir þá er stefnan sett upp núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner