Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. mars 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cantona um Stones: Eins og hann sé með hjólhýsi í eftirdragi
John Stones.
John Stones.
Mynd: Getty Images
Eric Cantona er allt annað en hrifinn af John Stones, varnarmanni Manchester City. Hann segir að City hafi verið plataðir með því að kaupa Stones á eins mikið og þeir gerðu.

Man City borgaði tæpar 50 milljónir punda til að fá Stones frá Everton, en hann hefur ekki náð að standa undir verðmiðanum.

„Við vitum núna af hverju John Stones var svona dýr - vegna þess að með honum fylgir fullbúið hjólhýsi sem hann dregur á eftir sér þegar hann spilar," sagði Cantona í myndbandi fyrir Eurosport.

Í þessu myndbandi fer Cantona um víðan völl. Hann talar m.a. um Luis Suarez, sóknarmann Barcelona, og segir hann ekki lengur vera leikmann sem bítur, heldur leikmaður sem dýfir sér.

Hér að neðan má sjá þetta kostulega myndband.



Athugasemdir
banner
banner