Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. mars 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Charlton minnist lögreglumannsins sem lést í London
Heimavöllur Charlton.
Heimavöllur Charlton.
Mynd: Getty Images
Fótboltaliðið Charlton Athletic hefur sett rauðan og hvítan trefil á sæti eitt á heimavelli sínum. Það er gert til minningar um lögreglumanninn Keith Palmer sem var myrtur í hryðjuverkaárásinni í London á miðvikudaginn.

Palmer, sem var 48 ára gamall, var stunginn til bana af árásarmanni við þinghúsið í London, en þar var hann við öryggisgæslu.

Fjórir létust þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks í ná­grenni West­minster í London. Hann stakk því næst Palmer, sem var óvopnaður.

Palmer var mikill stuðningsmaður Charlton og fór á alla leiki. Hann var með sérstakt sæti á vellinum, en þar er nú búið að setja lítinn minningarvott um hann.

„Margir stuðningsmenn þekktu Keith, en hann sat í sama sætinu í mörg ár," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Charlton.



Athugasemdir
banner
banner