Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 25. mars 2017 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coleman fer í aðgerð í Dublin í dag
Mynd: Getty Images
Seamus Coleman, bakvörður Everton og írska landsliðsins, mun gangast undir aðgerð í dag eftir að hafa fótbrotnað illa í gær, en þetta kemur fram á vef Sky Sports.

Írland mætti Wales í undankeppni fyrir HM í gær og þar lenti Coleman í skelfilegri tæklingu frá Neil Taylor, bakverði Wales. Taylor fékk beint rautt spjald fyrir tæklinguna.

Búist er við því að Coleman verði lengi frá, en hann fór beinustu leið upp á sjúkrahús eftir tæklinguna.

„Hann mun gangast undir aðgerð í Dublin í dag," Patrick Davidson frá Sky Sports í dag.

„Seamus (Coleman) er mjög sterkur andlega. Hann er gamaldags atvinnumaður, hann mun takast á við þetta og vonandi munum við sjá hann aftur inn á vellinum fljótlega."

Sjá einnig:
Myndband: Tímabilið búið hjá Coleman eftir skelfilega tæklingu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner