Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. mars 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne gæti misst af leiknum gegn Grikklandi
De Bruyne er lykilmaður hjá Belgíu.
De Bruyne er lykilmaður hjá Belgíu.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne, ein skærasta stjarna Belgíu, er tæpur fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni HM dag eftir að hafa orðið fyrir nárameiðslum á æfingu.

Belgar eru nú þegar án Eden Hazard og Thomas Meunier fyrir þennan mikilvæga leik gegn Grikklandi í dag.

Hazard dró sig út úr hópnum á mánudaginn vegna kálfameiðsla, á meðan ökklinn hefur verið að stríða Meunier.

Roberto Martinez, þjálfari Belgíu, segir að meiðsli de Bruyne séu ekki alvarleg, en þó eru líkur á því að hann muni missa af leiknum í dag.

„Við verðum að bíða fram á síðustu sekúndu með að ákveða þetta," sagði Martinez á blaðamannafundi. „Kevin er mikilvægur leikmaður."

Leikur Belgíu og Grikklands hefst kl. 19:45 í dag, en hann er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner