Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. mars 2017 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi, Arnór Ingvi og Emil draga sig úr íslenska hópnum
Icelandair
Gylfi í leiknum í gærkvöldi.
Gylfi í leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason og Emil Hallfreðsson hafa dregið sig úr íslenska landsliðshópnum. Þeir verða ekki í liðinu sem mætir Írlandi á þriðjudagskvöld.

Þeir eru allir að glíma við smávægileg meiðsli eftir leikinn gegn Kosóvó í gærkvöldi, en Ísland vann þann leik eins og flestir vita, 2-1.

Þeir munu fara aftur til sinna félaga í skoðun og verða því eins og áður kemur fram ekki með gegn Írlandi í vináttulandsleik á þriðjudagskvöldið.

Gylfi skoraði seinna mark Íslands í gær og þá átti hann skot sem markvörður Kosóvó varð fyrir fætur Björns Bergmanns Sigurðarsonar í fyrra markinu.

Emil og Arnór Ingvi voru báðir í byrjunarliðinu. Arnór Ingvi var tæpur fyrir leikinn og þurfti að fara út af þegar 72 mínútur voru búnar, en Emil spilaði hins vegar allan leikinn.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að kalla til aðra leikmenn í þeirra stað en það verður skoðað betur í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner