Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. mars 2017 18:30
Dagur Lárusson
„Hann ætti ekki að fara strax, hann er of ungur"
Benzema fór frá Lyon aðeins 21 árs.
Benzema fór frá Lyon aðeins 21 árs.
Mynd: Getty Images
Benzema, leikmaður Real Madrid á spáni, segir að Mbappe ætti ekki að fara frá Mónakó strax. Eins og margir vita fór Benzema ungur að árum úr frönsku deildinni til Real Madrid.

„Ég hef heyrt að hann sé algjört undrabarn, frábær leikmaður. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef ekki séð hann ennþá, hann er svo ungur.” sagði Benzema.

„Fótbolti getur verið mjög erfiður, og þá sértaklega hjá stórum liðum. Ég var 21 árs þegar ég fór til Real Madrid. Ég hafði þegar gert fullt af hlutum hjá Lyon en þegar ég mætti til Real þá breyttist allt.”

„Fyrst árið mitt var mjög erfitt. Þú ert í burtu frá fjölskyldunni þinni, þetta er allt öðruvísi. Þeir sem eru þarna með þér eru þarna til þess að taka þinn stað. Mín skoðun er sú að hann ætti ekki að fara strax."

„Hlutirnir ganga vel, en hvernig verður það þegar þeir munu ekki ganga eins vel. Hann er aðeins 18 ára, hvernig mun hann höndla alla pressuna þegar það mun ganga illa?”

Mbappe hefur skorað 17 mörk í 29 leikjum fyrir Mónakó á tímabilinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner