lau 25. mars 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Íslenski hópurinn flýgur yfir til Dublin
Icelandair
Flogið verður til Dublin síðar í dag.
Flogið verður til Dublin síðar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópureisa íslenska landsliðsins heldur áfram en á þriðjudag verður leikinn æfingaleikur gegn Írlandi í Dublin. Klukkan 15 í dag að íslenskum tíma á hópurinn flug frá Tirana, höfuðborg Albaníu.

Leikurinn á þriðjudag verður 18:45 að íslenskum tíma en síðast mætti Ísland liði Írlands á fótboltavellinum í september 1997. Liðin voru saman þá í riðli í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi.

Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, var fyrirliði Íslands í 2-4 tapi á Laugardalsvelli þennan septembermánuð fyrir tuttugu árum. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson skoruðu mörk Íslands.

Fótbolti.net fylgir íslenska liðinu að sjálfsögðu til Dublin. Við heimsækjum leikmennina á hótelið þeirra á morgun og á mánudag fylgjumst við með fréttamannafundi og æfingu Íslands á keppnisvellinum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner