Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. mars 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leboeuf: Kante er vélin, ekki bílstjórinn
Kante hefur verið mjög öflugurá miðjunni hjá Chelsea.
Kante hefur verið mjög öflugurá miðjunni hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Frank Leboeuf, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að N'Golo Kante sé mikilvægur leikmaður fyrir sitt fyrrum félag. Hann efast þó um leiðtogahæfileika leikmannsins.

Hinn 25 ára gamli Kante stefnir hratt í áttina að sínum öðrum Englandsmeistaratitili í röð, en hann var lykilmaður er Leicester varð óvæntur meistari á síðasta tímabili.

Hann fór svo til Chelsea síðasta sumar og hefur vakið mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína með Lundúnarfélaginu.

„Hann ætti án efa að vera í franska landsliðinu, en ég held að hann sé ekki með leiðtogahæfileika," sagði Leboeuf.

„Hann er ótrúlegur vinnuhestur, og stríðsmaður, en hann hefur ekki persónuleikann til þess að vera leiðtogi."

„Hann er strákurinn sem mun vinna boltann 800 þúsund sinnumm í hverjum einasta leik. Það er hægt að segja allt sem þarf að segja um hann í einni setningu. Hann er vélin, ekki bílstjórinn."
Athugasemdir
banner
banner