lau 25. mars 2017 19:30
Dagur Lárusson
Lengjubikarinn A-deild: Valur tryggir sig áfram í 8-liða með sigri
Sigurður Egill var á skotskónum í dag.
Sigurður Egill var á skotskónum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þór 2-4 Valur
0-1 Sigurður Egill Lárusson (39')
0-2 Sveinn Aron Guðjohnsen (51')
1-2 Gunnar Örvar (67')
2-2 Kristján Örn Sigurðsson (69')
2-3 Sigurður Egill Lárusson (71')
2-4 Sindri Björnsson (79')
Rauð spjöld:Jóhann Helgi Hannesson (83') ,Gauti Gautason (89')

Leikur Þórs og Vals í A-deild Lenjubikars karla var rétt í þessu að klárast. Mikið af athyglisverðum atvikum gerðust í þessum leik sem að endaði með sigri Vals.

Það var Sigurður Egill Lárusson sem að skoraði fyrsta mark Valsmann í leiknum á 39. Mínútu. Sveinn Aron bætti síðan við öðru marki Valsmann á 51. Mínútu.

Eftir þetta tóku Þórsarar við sér og jöfnuðu leikinn á aðeins tveimur mínútum. Fyrra mark Þórsara skoraði Gunnar Örvar og það seinna skoraði Kristján Örn Sigurðsson.

Þessi mörk Þórsara virtust kveikja í Valsmönnum því að í kjölfarið skoraði Sigurður Egill aftur og kom sínum mönnum aftur í forystu. Nokkrum mínútum seinna var staðan orðin 4-2 fyrir Val því að þá skoraði Sindri Björnsson.

Ógæfa Þórsara var þó ekki alveg búin því undir lok leiksins fengu þeir Jóhann Helgi Hannesson og Gauti Gautason að líta rauða spjaldið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner