Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. mars 2017 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðjumaður Celtic segist geta orðið jafngóður og Pogba
Eboue Kouassi.
Eboue Kouassi.
Mynd: Getty Images
Eboue Kouassi, miðjumaður Celtic og Fílabeinsstrandarinnar, segist mögulega geta komist jafnlangt og Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, í framtíðinni.

Hinn 19 ára gamla Kouassi hefur verið líkt við Pogba, en innanbúðarmenn hjá Celtic hafa miklar mætur á honum.

„Kannski verð ég ‘næsti Pogba‘," sagði Kouassi.

„Það eru mögulegt (að ég komist jafnlangt og Pogba). Þú verður bara að leggja mikið á þig," sagði Kouassi enn fremur.

Celtic borgaði 3 milljónir punda til þess að fá Kouassi til sín janúar. Hann var áður leikmaður Krasnodar í Rússlandi þar sem hann var liðsfélagi Ragnar Sigurðssonar.

Hér að neðan má sjá stutt myndband frá því þegar Kouassi var leikmaður Krasnodar.


Athugasemdir
banner
banner
banner