lau 25. mars 2017 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttar Magnús með mynd af sjálfum sér á legghlífunum
Icelandair
Óttar Magnús á æfingu hjá íslenska landsliðinu.
Óttar Magnús á æfingu hjá íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er í landsliðshópi Íslands í fyrsta sinn fyrir mótsleik. Hann sat allan tímann á bekknum þegar Ísland vann Kosóvó í gær, en lokatölur urðu 2-1.

Óttar Magnús, sem er aðeins tvítugur, gekk í vetur í raðir Molde í Noregi og þar hefur frammistaða hans á undirbúningstímabilinu verið lofandi. Þjálfari Óttars hjá Molde er enginn annar en Ole Gunnar Solskjær, fyrrum sóknarmaður Manchester United.

„Hann hefur komið með marga litla punkta varðandi staðsetningar og hvernig eigi að klára færin. Hann er að kenna manni sitt lítið af hverju," sagði Óttar um Solskjær í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Þótt Óttar hafi ekki komið við sögu í gær, þá vakti hann athygli hjá ljósmyndara Fótbolta.net fyrir skrautlegar legghlífar.

Á legghlífunum er mynd af honum sjálfum í landsliðsbúningnum. Þar eru einnig nokkur vel valin hvatningarorð.

„Lífið er núna, einbeittu þér, brostu og njóttu," stendur á legghlífunum sem eru virkilega flottar.

Hér að neðan má sjá mynd af þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner