Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. mars 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yaya Toure: Það er pirrandi að vera alltaf að verjast
Toure nennir ekki að vera alltaf að verjast.
Toure nennir ekki að vera alltaf að verjast.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Yaya Toure á enn eftir að finna sér lið til að spila með á næsta tímabili. Hann segir þó eitt ljóst; hann vill ekki spila í liði sem er mikið í að verjast.

Toure, sem er á mála hjá Manchester City, segir að sér finnist pirrandi að verjast og því sé hann glaður að spila fyrir Pep Guardiola.

„Við viljum allir spila svona," sagði Toure við heimasíðu Man City. „Ég vil ekki vera í varnaliði. Það er erfitt að verjast."

„Sem leikmaður sem kann að meta fótbolta, þá er pirrandi að vera alltaf að verjast," sagði Toure enn fremur.

„Mér finnst best að spila þannig eins og við erum að gera núna. Við reynum alltaf að gera okkar besta og við fáum alltaf tækifæri til að skora."
Athugasemdir
banner
banner
banner