Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hvíldi marga lykilmenn í kvöld í úrslitum Lengjubikarsins þar sem FH vann 4-1 sigur. Frammistaða Kópavogsliðsins í leiknum segir lítið fyrir komandi Íslandsmót.
Þessi lið mætast í 1. umferð Íslandsmótsin eftir eina og hálfa viku og voru þjálfararnir greinilega með þann leik í huga.
Þessi lið mætast í 1. umferð Íslandsmótsin eftir eina og hálfa viku og voru þjálfararnir greinilega með þann leik í huga.
„Það voru smá nudd hér og þar og engir sénsar teknir. Við spiluðum fyrir norðan á mánudag og það sat í mönnum. Það er engin ástæða til að „blasta" leikmönnum hér þegar það eru tíu dagar í Íslandsmót," sagði Ólafur eftir leikinn.
Árni Vilhjálmsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Stefán Gíslason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Finnur Orri Margeirsson voru meðal manna sem ekkert komu við sögu í leiknum.
„Heilt yfir voru FH-ingar betri í leiknum og úrslitin sanngjörn en 4-1 kannski í stærri kantinum," sagði Ólafur.
Ólafur var spurður að því hvort það hafi haft einhver áhrif á leikmenn að tilkynnt var í vikunni að hann er að fara að taka við Nordsjælland í júní.
„Nei. Ég verð nú með þeim fyrstu sex leikina og þeir þurfa að þola röddina í mér í þeim leikjum."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir