Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. apríl 2015 18:25
Arnar Geir Halldórsson
England: Fernandinho hetja Man City í ótrúlegum leik
Mynd: Getty Images
Manchester City 3 - 2 Aston Villa
1-0 Sergio Aguero ('4 )
2-0 Aleksandar Kolarov ('66 )
2-1 Tom Cleverley ('68 )
2-2 Carlos Sanchez ('85 )
3-2 Fernandinho ('89 )


Englandsmeistarar Man City fengu Aston Villa í heimsókn á Etihad leikvanginn í síðasta leik dagsins í enska boltanum.

Leikurinn var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar Brad Guzan gaf Man City mark þegar hann gerði sig sekan um skelfileg mistök. Aston Villa rankaði þó við sér og var alls ekki lakari aðilinn í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik 1-0.

Aleksandar Kolarov tvöfaldaði forystuna með marki beint úr aukaspyrnu og héldu þá einhverjir að sigurinn væri í höfn.

Tom Cleverley var ekki á sama máli og minnkaði muninn nokkrum sekúndum síðar. Kólumbíumaðurinn Carlos Sanchez jafnaði svo metin á 85.mínútu. Hreint ótrúleg endurkoma.

Það fór þó svo á endanum að heimamenn unnu sigur því Brasilíumaðurinn Fernandinho var réttur maður á réttum stað á síðustu mínútu leiksins og tryggði liði sínu stigin þrjú.
Athugasemdir
banner
banner
banner