lau 25. apríl 2015 20:04
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikar kvenna: Stjarnan í úrslit eftir vítakeppni
Harpa var á skotskónum í kvöld
Harpa var á skotskónum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1-1 Selfoss
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (´28)
1-1 Erna Guðjónsdóttir (´88)
Stjarnan vann 4-1 í vítaspyrnukeppni

Íslandsmeistarar Stjörnunnar fengu Selfoss í heimsókn á Samsung völlinn í dag í undanúrslitum Lengjubikars kvenna.

Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir kom heimastúlkum yfir og leit lengi vel út fyrir að það yrði sigurmark leiksins.

Ernu Guðjónsdóttir tókst hinsvegar að jafna leikinn fyrir Selfoss á lokamínútum leiksins. Jafntefli varð því niðurstaðan og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar höfðu Stjörnustúlkur betur og munu þær mæta Breiðablik í úrslitaleiknum á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner