Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 25. apríl 2015 11:20
Arnar Geir Halldórsson
Pochettino býst ekki við góðum móttökum
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist ekki búast við góðum móttökum á St.Mary´s í dag þegar hann mætir sínu gamla félagi.

Pochettino yfirgaf Southampton eftir síðasta tímabil og tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham.

„Ég vil ekki vera vinsæll. Ég vil vera heiðarlegur og vinna mitt starf. Ég býst ekki við neinu sérstöku. Þetta er ekki auðvelt fyrir þá og þeir eiga erfitt með að skilja ákvörðunina mína.

„Ég fékk aldrei tækifæri til að útskýra en svona er fótboltinn. Þetta er búið og gert og við þurfum ekki að pæla frekar í því. Mikilvægast er að Southampton er að eiga gott tímabil og ég er ánægður þar sem ég er",
segir Pochettino.

Margir sterkir leikmenn yfirgáfu félagið um leið og Pochettino en þrátt fyrir það hefur núverandi stjóra Southampton, Ronald Koeman, tekist að byggja upp sterkt lið sem er í baráttu um Evrópusæti. Árangurinn kemur Pochettino ekki á óvart.

„Þeir eru að berjast um 5.sætið líkt og við og vilja ná Evrópusæti. Ég hafði aldrei efasemdir um að Southampton myndi gera vel. Aðallega vegna þess að þeir náðu í mjög góðan þjálfara".

„Þeir fengu mikinn pening fyrir að selja leikmenn og gátu nýtt peningana í leikmannakaup. Þeir keyptu mjög góða leikmenn. Southampton verðskuldar að vera í þeirri stöðu sem þeir eru",
sagði Argentínumaðurinn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner