Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. apríl 2015 09:30
Elvar Geir Magnússon
Rodgers að missa trú á Sturridge
Powerade
De Gea hefur verið einn besti markvörður Evrópu á tímabilinu.
De Gea hefur verið einn besti markvörður Evrópu á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Næsti markvörður Arsenal?
Næsti markvörður Arsenal?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er leikdagur í ensku úrvalsdeildinni og framundan eru átta leikir. Slúðrið er þó á sínum vanalega stað en að vanda er það BBC sem tók saman flesta molana.

Manchester United hefur boðið markverðinum David de Gea nýjan samning sem myndi færa honum 200 þúsund pund í vikulaun. Þetta er gert til að reyna að hindra að hann fari til Real Madrid. (Daily Star)

United er nálægt því að ganga frá kaupum á Ilkay Gudogan (24), miðjumanni Borussia Dortmund, fyrir 20,5 milljónir punda. (Daily Mail)

Joey Barton, miðjumaður QPR, segir að liðið sé versta lið deildarinnar en telur að það muni halda sér uppi í ensku úrvalsdeildinni á góðum anda í klefanum. (Sky Sports)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er farinn að missa trú á að Daniel Sturridge muni aftur ná sama flugi og hann var á síðasta tímabil. Sífelld meiðsli hafa verið að hrjá Sturridge. Rodgers vill að Liverpool kaupi stöðugan markaskorara í sumar. (Times)

Memphis Depay (21), sóknarmaður PSV Eindhoven, fundaði leynilega með Liverpool áður en hann ræddi við forráðamenn Manchester United í vikunni. (Daily Mirror)

Steve McClaren, stjóri Derby, hefur staðfest að forráðamenn Newcastle höfðu samband við hann í janúar með það í hyggju að hann myndi verða næsti stjóri. (Independent)

Ronald Koeman (52), knattspyrnustjóri Southampton, segir að ekki einu sinni Barcelona gæti fengið hann frá St Mary's. (Daily Telegraph)

Brendan Rodgers segir að það sé lykilatriði að miðjumaðurinn Adam Lallana haldist heill svo Liverpool geti krækt í titla. Þessi 26 ára enski landsliðsmaður hefur verið reglulegur gestur á meiðslalistanum á sínu fyrsta tímabili á Anfield. (Liverpool Echo)

Ray Parlour, fyrrum miðjumaður Arsenal, segir að markvörðurinn Petr Cech (32) hjá Chelsea eigi að vera efstur á innkaupalistanum hjá Arsenal í sumar. (London Evening Standard)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að Dimitri Seluk, umboðsmaður Yaya Toure, hafi verið vandamál fyrir félagið. (Daily Mirror)

Phil Jagielka telur að ást Wayne Rooney á Everton hafi áhrif á leik hans þegar hann snýr aftur á Goodison Park.(Daily Express)

Rudy Gestede, sóknarmaður Blackburn, stefnir á að spila í ensku úrvalsdeildinni næsta tímabil. Blackburn á ekki lengur möguleika á að komast í umspilið. (Sun)

Tottenham þarf að borga minnst 2,5 milljónir punda til að fá framherjann Emmanuel Adebayor af launaskrá. Adebayor (31) er frjálst að yfirgefa White Hart Lane í sumar en á enn ár eftir af stórum samningi sínum. (Daily Telegraph)

Mark Warburton (52) stjóri Brentford er að yfirgefa félagið eftir tímabilið, jafnvel þó liðið komist í úrvalsdeildina. Hann segist ekki enn hafa fengið nein starfstilboð. (TalkSport)

Gareth Barry, miðjumaður Everton, hefur ráðlagt liðsfélaga sínum, Ross Barkley (21), að líta framhjá mögulegum gylliboðum frá Manchester City í sumar. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner