Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. apríl 2016 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Buffon segir titilinn tileinkaðan Marchisio
Mynd: Getty Images
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er sannkölluð goðsögn innan knattspyrnuheimsins og hefur verið frábær á tímabilinu.

Juventus varð Ítalíumeistari fimmta árið í röð í dag þegar Roma lagði Napoli að velli, en liðið var í 15. sæti deildarinnar í byrjun nóvember og hefur síðan þá unnið 24 leiki og gert eitt jafntefli.

Buffon segir að titillinn sé tileinkaður Claudio Marchisio, miðjumanni Juve og ítalska landsliðsins, sem sleit krossband og verður frá þar til í október eða nóvember í fyrsta lagi. Marchisio missir því af Evrópumótinu í sumar.

„Þessi titill er fyrst og fremst tileinkaður Claudio Marchisio, svo leikmannahópnum, félaginu og stuðningsmönnum," sagði Buffon í viðtali á Rai Sport.

„Að mínu mati er þetta besti titillinn sem félagið hefur unnið af þessum fimm í röð. Sá fyrsti var frábær því hann var svo óvæntur, en þessi er enn betri því hann var svo erfiður.

„Á þessu tímabili sýndum við úr hverju við erum gerðir. Það er magnað afrek að vinna sig úr fimmtánda sæti og í það fyrsta."


Buffon, sem bætti eigið met þegar hann hélt hreinu í 926 mínútur í röð á tímabilinu, ræddi svo framtíð sína og sagði að stefnan væri að leggja hanskana á hilluna eftir HM 2018.

„Ég held ég geti spilað í tvö ár til viðbótar. Ég tel mig ekki vera of gamlan og finnst ég ekki gera of mikið af mistökum. Vonandi verð ég í svipuðu standi á næsta Heimsmeistaramóti."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner