Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. apríl 2016 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir úr Spurs - West Brom: Gardner stjórnaði miðjunni
Craig Gardner í baráttunni við Erik Lamela.
Craig Gardner í baráttunni við Erik Lamela.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Craig Gardner var besti maður leiksins er West Brom náði jafntefli gegn Tottenham á White Hart Lane.

Enginn var áberandi lélegur í einkunnagjöf Goal en Christian Eriksen var besti leikmaður heimamanna með 7 í einkunn, enda alltaf stórhættulegur og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum.

Tveir leikmenn West Brom fengu sjöur, markvörður Boaz Myhill og varnarmaðurinn Craig Dawson sem gerði bæði mörk leiksins, eitt í eigið net og eitt í net andstæðinganna.

Myhill hafði ekki sérlega mikið að gera á milli stanganna en varði þó meistaralega þegar hans var þörf. Þá var hann mjög öruggur í sínum aðgerðum og með afburða góða stjórn á vítateignum.

Tottenham:
Hugo Lloris - 5
Danny Rose - 5
Toby Alderweireld - 6
Jan Vertonghen - 6
Kyle Walker - 5
Eric Dier - 5
Moussa Dembele - 6
Dele Alli - 5
Christian Eriksen - 7
Erik Lamela - 6
Harry Kane - 6
(Mason 5, Chadli 5, Son 5)

West Brom:
Boaz Myhill - 7
Craig Dawson - 7
Jonny Evans - 6
Jonas Olsson - 6
Gareth McAuley - 6
Claudio Yacob - 5
Darren Fletcher - 5
Craig Gardner - 8 Maður leiksins
James McClean - 6
Stephane Sessegnon - 6
Solomon Rondon - 6
(Sandro 5)
Athugasemdir
banner
banner
banner