Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. apríl 2016 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: West Brom gerði út um titilvonir Tottenham
Leicester þremur stigum frá Englandsmeistaratitlinum
Mynd: Getty Images
Tottenham 1 - 1 West Brom
1-0 Craig Dawson ('33, sjálfsmark)
1-1 Craig Dawson ('73)

Craig Dawson sá um markaskorunina er Tottenham fékk West Brom í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn þurftu sigur til að eiga raunhæfa möguleika á Englandsmeistaratitlinum á meðan West Brom var að spila upp á stoltið.

Tottenham átti magnaðan fyrri hálfleik og sótti liðið án afláts en skot leikmanna rötuðu sjaldan á markið, heldur fóru þau yfirleitt framhjá markinu, í varnarmenn eða í tréverkið, allt þar til á 33. mínútu.

Þá barst aukaspyrna inn í vítateig gestanna og var mikil barátta á milli Jan Vertonghen og Craig Dawson sem endaði með því að Dawson gerði sjálfsmark.

Gestirnir voru mun betri í síðari hálfleik og ógnuðu marki Tottenham talsvert áður en Dawson fékk uppreisn æru.

West Brom fékk hornspyrnu og misreiknaði Hugo Lloris sig eitthvað á milli stanga heimamanna sem gerði Dawson kleift að skalla knöttinn í netið og jafna þannig.

Tottenham reyndi að sækja en gestunum tókst að drepa leikinn vel á lokamínútunum og lokatölur 1-1. Leicester City er því ekki nema þremur stigum frá Englandsmeistaratitlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner