Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. apríl 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
FH-ingar reikna með Gunnari Nielsen gegn Þrótti
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar reikna með að Gunnar Nielsen verði klár í slaginn þegar liðið mætir Þrótti í fyrstu umferð í Pepsi-deildinni á sunnudag.

Gunnar meiddist á ökkla í landsleik með Færeyjum gegn Liechtenstein í lok síðasta mánaðar og hefur verið frá keppni síðan þá.

„Hann er byrjaður að æfa en ekki með liðinu. Við eigum von á því að hann verði klár á æfingu með liðinu á miðvikudaginn svo hann ætti að vera klár í fyrsta leik gegn Þrótti," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Fótbolta.net í dag.

Kristján Finnbogason hefur staðið vaktina í síðustu leikjum hjá FH en hann tók hanskana aftur fram í haust eftir að hafa ætlað að hætta í haust.

Kristján verður 45 ára í þarnæstu viku en hann ætlar að vera til taks með FH-ingum í sumar.

„Stjáni er alltaf klár. Benjamin Button, hann er ultra fit. Ég talaði við hann og það var ekkert mál að fá hann til að koma og hjálpa okkur. Hann verður í þjálfarateyminu í sumar og mun aðstoða okkur ef þess þarf," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner