Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. apríl 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Ítalía: Juventus meistari fimmta árið í röð
Mynd: Getty Images
Roma 1 - 0 Napoli
1-0 Radja Nainggolan ('89 )

Juventus er ítalskur meistari fimmta árið í röð en þetta varð ljóst eftir að Napoli tapaði gegn Roma í dag.

Juventus sigraði Fiorentina 2-1 á útivelli í gær en liðið er nú tólf stigum á undan Napoli þegar þrjár umferðir eru eftir í Serie A.

Tímabilið byrjaði illa hjá Juventus og í október benti lítið til þess að félagið myndi ná að verja titilinn enn eitt árið.

Síðan þá hefur Juventus krækt í 73 stig af 75 mögulegum. Á þeim tíma hefur liðið skorað 56 mörk og fengið á sig einungis 9.

Leikmenn Juventus fögnuðu titlinum eftir æfingu í dag eftir að flautað var af í leik Roma og Napoli.



Athugasemdir
banner
banner
banner