Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. apríl 2016 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lasagna hetjan í fallbaráttunni - Verona fallið
Mynd: Getty Images
Carpi 1 - 0 Empoli
1-0 Kevin Lasagna ('85)
Rautt spjald: Levan Mchedlidze, Empoli ('25)
Rautt spjald: Lorenzo Lollo, Carpi ('90)

Kevin Lasagna er hetja Carpi í dag þar sem mark hans fer langleiðina með að bjarga nýliðunum frá falli.

Carpi tók á móti Empoli og gerði Lasagna eina mark leiksins gegn tíu leikmönnum gestanna á 85. mínútu.

Carpi er þremur stigum fyrir ofan Palermo sem er í fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Palermo á þó talsvert auðveldari leik í næstu umferð, á heimavelli gegn Sampdoria, heldur en Carpi sem heimsækir nýkrýnda Ítalíumeistara Juventus.

Þess má geta að sigur Carpi í dag fellur Verona stærðfræðilega niður í B-deildina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner