Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 25. apríl 2016 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Kane: Vonum að Man Utd geri okkur greiða
Mynd: Getty Images
Harry Kane ætlar ekki að gefast upp á titilbaráttunni þrátt fyrir svekkjandi jafntefli gegn West Bromwich Albion í kvöld.

Tottenham þurfti sigur til að halda í við topplið Leicester. Sjö stig skilja liðin að á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Eini möguleiki Tottenham á að hampa titlinum er ef Leicester vinnur ekki neinn af síðustu þremur leikjum sínum.

„Tækifærið er ekki horfið, við erum ennþá í titilbaráttunni og þurfum að halda áfram að berjast," sagði Kane ansi bjartsýnn að leikslokum.

„Það voru vonbrigði að vinna ekki í dag því þá værum við í talsvert betri stöðu. Við fengum nóg af færum í fyrri hálfleik til að gera út um leikinn en það tókst ekki. Við vorum alls ekki nægilega góðir í síðari hálfleik.

„Hefðum við spilað jafn vel í seinni hálfleik og við gerðum í fyrri þá hefði þetta verið auðveldur sigur, en svona er fótboltinn. Eina sem við getum gert er að halda áfram að berjast."


Kane benti á það að lokum að næsta helgi gæti hleypt lífi í titilbaráttuna þegar Leicester heimsækir Manchester United og Tottenham heimsækir Chelsea.

„Næsti leikur er gegn Chelsea, við verðum að vinna okkar leik og vona að Manchester United geri okkur greiða."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner