banner
   mán 25. apríl 2016 12:53
Elvar Geir Magnússon
Kingsley Coman: Ætla að verða besti leikmaður heims
Kingsley Coman er spennandi leikmaður.
Kingsley Coman er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Kingsley Coman verið í herbúðum þriggja af stærstu félögum Evrópu; Paris Saint-Germain, Juventus og Bayern München.

Hann var hreinlega magnaður þegar Bayern sló Juventus út úr Meistaradeildinni á dramatískan hátt. Innkoma hans breytti miklu, hann skoraði og lagði upp. Hann er stoðsendingahæstur í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Bæjarar leika á miðvikudag fyrri leik sinn gegn Atletico Madrid þar sem Coman verður í eldlínunni.

„Allir íþróttamenn eiga sér markmið að verða bestir," segir Coman sem valinn var í franska landsliðið nýlega.

„Á hverjum degi vil ég taka framförum. Stærsta markmiðið er að vera besti leikmaður heims en ég er enn mjög langt frá því. Ég þarf að leggja á mig mikla vinnu en kannski verður það möguleiki einn daginn."

Coman er hjá Bayern á láni frá Juventus. Klásúla í samkomulagi Bayern við Ítalíumeistarana gefur þeim færi á að kaupa leikmanninn alfarið fyrir 16 milljónir punda þegar lánssamningurinn rennur út. Klásúla sem Bæjarar munu pottþétt nýta sér.
Athugasemdir
banner
banner