Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 25. apríl 2016 13:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið FH - Hvernig verður miðjan?
Kassim Doumbia.
Kassim Doumbia.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jeremy Serwy.
Jeremy Serwy.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Við veltum fyrir okkur líklegum byrjunarliðum í upphafi móts. Íslandsmeisturum FH er spáð toppsætinu annað árið í röð.


Gunnar Nielsen er kominn í markið hjá FH í stað Róberts Óskarssonar. Hinn síungi Kristjan Finnbogason er síðan til taks en hann hefur spilað mikið að undanförnu.

Jonathan Hendrickx verður hægri bakvörður en Brynjar Ásgeir Guðmundsson kemur líka til greina þar sem og í fleiri stöður í vörninni. Emil Stefánsson hefur einnig spilað í bakverðinum í vetur. Kassim Doumbia og Bergsveinn Ólafsson byrja líklega í hjarta varnarinnar en Guðmann Þórisson gerir líka tilkall. Færeyski miðvörðurinn Sonni Ragnar Nattestad kom til FH í vetur en hann er líklega á leið á lán. Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur spilað í vinstri bakverði í vetur en það gæti breyst nú þegar Böðvar Böðvarsson er mögulega á heimleið frá FC Midtjylland. Sam Tillen kemur einnig til greina í vinstri bakvörðinn.

Davíð Þór Viðarsson verður á sínum stað á miðjunni og Emil Pálsson, leikmaður ársins í fyrra, verður við hlið hans. Sam Hewson kemur líklega til með að spila fremst á miðjunni. Bjarni Þór Viðarsson kemur þó einnig sterklega til greina í stöðurnar á miðjunni. Atli Guðnason gæti líka spilað framarlega á miðjunni. Þórarinn Ingi og Böðvar geta líka spilað í stöðum á miðjunni.

Líklegra er þó að Atli Guðna byrji á vinstri kantinum og Jeremy Serwy verði á þeim hægri. Steven Lennon byrjar væntanlega frammi á undan Atla Viðari Björnssyni. Kristján Flóki Finnbogason getur spilað í öllum fremstu stöðunum og FH-ingar eru einnig í leit að einum sóknarmanni til viðbótar. Grétar Snær Gunnarsson er síðan ungur kantmaður sem fékk talsvert að spila í Lengjubikarnum.
Athugasemdir
banner
banner