Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 25. apríl 2016 22:22
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Mjög stoltur af strákunum
Pochettino er stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir jafnteflið.
Pochettino er stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir jafnteflið.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino var rólegur eftir svekkjandi jafntefli Tottenham gegn West Brom fyrr í kvöld.

Janfteflið þýðir að Tottenham er svo gott sem búið að missa af toppliði Leicester í titilbaráttunni.

„Við vorum óheppnir í fyrri hálfleik, sköpuðum mikið af færum en svona gerist í fótbolta. Við náðum ekki að gera út um leikinn og gáfum þeim þannig von, og þeir jöfnuðu," sagði Pochettino.

„Ég er samt sem áður mjög stoltur af strákunum því þeir lögðu sig alla í þetta. Við verðum að halda í trúna, sjö stig eru erfið að vinna upp í þremur leikjum en við munum leggja allt í sölurnar. Núna þurfum við að einbeita okkur að næsta leik gegn Chelsea.

„Okkur leið vel í dag og vorum að skapa færi en svo misstum við stjórn á leiknum og fengum það í bakið. Mér fannst við samt eiga skilið að vinna leikinn."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner