Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. apríl 2016 20:34
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Aspas skaut Celta Vigo í fimmta sætið
Iago Aspas er búinn að gera 16 mörk fyrir Celta á tímabilinu.
Iago Aspas er búinn að gera 16 mörk fyrir Celta á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Celta Vigo 2 - 1 Granada
1-0 Iago Aspas ('16, víti)
1-1 Youssef El Arabi ('69)
2-1 Iago Aspas ('76)

Iago Aspas, fyrrverandi sóknarmaður Liverpool, gerði bæði mörkin er Celta Vigo lagði Granada að velli í eina leik kvöldsins í spænska boltanum.

Aspas gerði fyrsta mark leiksins snemma úr vítaspyrnu og jafnaði Youssef El Arabi metin um miðjan síðari hálfleik.

Aspas var þó snöggur að svara og kom heimamönnum yfir á nýjan leik á 76. mínútu.

Fallbaráttulið Granada sótti á lokakaflanum en tókst ekki að jafna og sigur Celta staðreynd. Celta er í 5. sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner