Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 25. apríl 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Wolfsburg leysir Bendtner undan samningi
Mynd: Getty Images
Wolfsburg hefur ákveðið að leysa danska framherjann Nicklas Bendtner undan samningi.

Bendtner hefur ekkert spilað síðan í febrúar og undanfarið hefur hann ekki fengið að æfa með liði Wolfsburg.

Bendtner var sektaður fyrir að mæta of seint á æfingu í mars og framtíð hans hefur verið í óvissu undanfarnar vikur.

„Bæði Nicklas og við bundum miklar vonir við samstarf hans við VFL Wolfsburg en eftir tvö ár er ljóst að þetta samstarf hefur ekki uppfyllt væntingar fyrir okkur og hann og það hefði ekki verið sniðugt að halda samstarfinu áfram," sagði Klaus Allofs, yfirmaður íþróttamála hjá Wolfsburg.

Hinn 28 ára gamli Bendtner kom til Wolfsburg frá Arsenal sumarið 2014 og hann má nú leita sér að nýju félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner