þri 25. apríl 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
200 miðar eftir á Finnland - Ísland
Mynd: Guðmundur Karl
Einungis 200 miðar eru eftir á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM sem fram fer laugardaginn 2. september í Finnlandi

Mest er hægt að kaupa 4 miða í einu en 1300 miðar voru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Nú eru einungis 200 miðar eftir.

Ekki er hægt að velja sæti á vellinum en miðakaupendur fá staðfestingu á miðakaupum og sækja svo miðana á skrifstofu KSÍ þegar nær dregur leikdegi.

Leikurinn fer fram í Tampere en leikvangurinn tekur um 16.800 manns í sæti.

Smelltu hér til að kaupa miða
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner