Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 25. apríl 2017 07:30
Stefnir Stefánsson
Conte svarar Fabregas: Ég vil ekki sjá eigingjarna leikmenn
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Antonio Conte stjóri Chelsea, hefur svarað orðum Cesc Fabregas sem að kallaði eftir því að Eden Hazard liðsfélagi sinn hjá Chelsea þyrfti að vera eigingjarnari í sínum leik.

Eftir sigur Chelsea á Tottenham í undanúrslitum enska bikarsins, sagði Fabregas að Hazard gæti náð sömu hæðum og Lionel Messi, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar, en til þess þyrfti hann að sýna meiri eigingirni.

Conte hefur svarað þessum ummælum. „Í mínu liði þá vil ég ekki sjá eigingjarna leikmenn, Ég vil frekar sjá lið mitt tapa leikjum heldur en að horfa á eigingjarna leikmenn í mínum röðum."

Þá bætti hann við að hann varð leiður þegar hann heyrði Fabregas segja þetta.

Hazard skoraði sitt fimmtánda mark á tímabilinu þegar hann kom inn af bekknum og skoraði gegn Tottenham um helgina.

Chelsea hafa nú fjögurra stiga forystu á granna sína í Tottenham þegar fimm leikir eru eftir af tímabilinu og kveðst Conte vera ánægður með framlag Hazard eins og það er í dag.

„Fyrsta markmið frábærra leikmanna eins og Hazard er að setja spilamennsku liðsins í forgang. Með því að nýta gæði sín og hæfileika liðsins vegna." sagði ítalinn og bætti svo við „Bestu leikmenn í heimi geta ekki unnið leiki einir, þeir þurfa liðsfélaga sína til þess"

„Ég mun aldrei skilja þetta. Ekki nokkurntímann. Ég vil ekki að leikmenn mínir séu eigingjarnir og mun aldrei tala fyrir því" bætti Conte við sem var greinilega ekki ánægður með ummæli Fabregas.

Chelsea getur unnið tvöfalt á þessu tímabili þar sem að liðið er komið í úrslitaleik bikarsins þar sem að þeir mæta Arsenal og þá er liðið á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar nokkrir leikir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner