banner
   þri 25. apríl 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Gary Martin velur sitt lið
Draumalið Gary Martin.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Draumalið Gary Martin. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Gary Martin hefur gefið mörg stig í Draumaliðsdeildinni undanfarin ár.
Gary Martin hefur gefið mörg stig í Draumaliðsdeildinni undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skráning er í fullum gangi í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita. Keppni í Pepsi-deild karla hefst á sunnudaginn og hægt er að búa til lið fram að þeim tíma.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Gary Martin, framherji Lokeren, hefur gefið mörg stig í Draumaliðsdeildinni undanfarin ár. Gary er ekki lengur í Pepsi-deildinni en hann fylgist spenntur með og að sjálfsögðu tekur hann þátt í Draumaliðsdeildinni.

„Ég er í keppni við Ara (Frey Skúlason) og vonandi byrjar þetta lið vel," sagði Gary um liðið sitt.

Markvörður:
Ákvað að velja Halla Bjöss. Hann er að spila í sterku liði og er einn besti ef ekki besti markvörður deildarinnar. Hrein lök og ristað brauð í morgunmat.

Vörn:
Ég vel Ívar út af föstu leikatriðunum. Hann verður líka vítaskytta núna og ég reikna með stigum frá honum. Skúli mun halda oft hreinu í KR vörninni og vonandi ná einhverjum mörkum. Hendrickx er líka í sterku liði sem mun halda hreinu og vonandi á hann eftir að leggja upp mörk líka. Rasmus mun líka halda hreinu með Val og hann er kjarakaup.

Miðjumenn:
Valur mun skora mikið í fyrsta leik held ég svo ég valdi Dion. Hann mun valda usla með hraða sínum og skora mörg mörk í liði Vals. Guðjón Pétur er með besta hægri fotinn á Íslandi í föstum leikatriðum og ég býst við mikið af stoðsendingum og mörkum fyrir utan teig. Ef þitt lið er ekki með Óskar þá veistu ekki hvað þú ert að gera. Fyrsta val hjá mér. Þú verður að hafa hann í liðinu. Örugg stig.

Framherjar:
Ég valdi Flóka því hann hefur verið á eldi allt undirbúningstímabilið. Hann mun skora mikið og berjast um gullskóinn ásamt Hólmberti. hann gæti byrjað rólega en hannm mun vonandi skora snemma til að fá sjálfstraust. Hann mun taka vítaspyrnurnar og vera aðalmaðurinn hjá Stjörnunni. Arnór Gauti er wild card. Ég held að hann eigi eftir að koma á óvart og vera lykilmaður fyrir ÍBV.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Tómas Þór velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Freyr velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Viðar Ari velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Árni Vill velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Aron Þrándar velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Adam Örn velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Steindórs velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Aron Einar velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner