þri 25. apríl 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Hver er oftast meiddur í ensku úrvalsdeildinni?
Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, hefur verið flesta daga frá keppni vegna meiðsla af öllum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár.

Þetta kemur í ljós í lista sem Sky Sports birti í dag en þar eru taldir dagar sem leikmenn hafa verið frá keppni síðan sumarið 2011.

Wilshere hefur verið á láni hjá Bournemouth á þessu tímabili en hann fótbrotnaði fyrr í mánuðinum sem þýðir að fleiri dagar bætast við meiðsla fjarveru hans á næstunni.

Abou Diaby, fyrrum miðjumaður Arsenal, er í öðru sæti listans en hann yfirgaf herbúðir enska félagsins síðastliðið sumar. Hann hefur því ekki bætt neinum dögum við á listanum á þessu tímabili.

Hér að neðan er listinn.

Oftast meiddir síðan sumarið 2011
Jack Wilshere 895 dagar
Abou Diaby 858
Darron Gibson 792
Tony Hibbert 768
Steven Pienaar 744
Phil Jones 727
Andy Carroll 723
Vincent Kompany 647
Daniel Sturridge 640
Athugasemdir
banner
banner
banner