Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 25. apríl 2017 06:30
Benóný Þórhallsson
Myndaveisla: Grindavík og Fjölnir léku æfingaleik
Mynd: Benóný Þórhallsson
Grindavík og Fjölnir mættust í æfingaleik á sunnudaginn síðastliðinn.
Fyrsti leikurinn á grasi í Grindavík og allar aðstæður til knattspyrnuiðkunar til fyrirmyndar.

Magnús Björgvinsson kom Grindvíkingum yfir snemma í leiknum og staðan 1-0 í hálfleik. Marcus Solberg jafnaði leikinn í byrjun seinni hálfleiks og strax í næstu sókn Grindavíkur skoraði hinn efnilegi Dagur Ingi Hammer Gunnarsson. Það var síðan Aron Freyr Róbertsson sem kom Grindavík í 3-1 með laglegu marki.

Ægir Jarl Jónasson minnkaði muninn með góðu langskoti. Hann var samt ekki hættur og jafnaði leikinn eftir klafs í teignum 3-3.

Það var síðan Andri Rúnar Bjarnason sem slapp einn í gegn og skoraði fjórða mark Grindavíkur og tryggði þeim sigur.

Hér fyrir neðan eru myndir úr leiknum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner