Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. apríl 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Shearer vill að Newcastle láti Benítez fá pening
Rafa kom Newcastle upp í fyrstu tilraun.
Rafa kom Newcastle upp í fyrstu tilraun.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu Newcastle, segir að félagið verði að láta Rafael Benítez fá pening til leikmannakaupa til að halda honum hjá félaginu.

Benítez eyddi 50 milljónum punda í leikmenn síðastliðiðið sumar eftir að Newcastle féll úr ensku úrvalsdeildinni. Það borgaði sig því í gær endurheimti Newcastle sæti sitt á meðal þeirra bestu.

„Ég tel að lykillinn af því að halda honum sé að gefa honum pening til leikmannakaupa," sagði Shearer.

„Hann er stór aðili hjá félaginu. Hann elskar staðinn og ástríðuna hjá stuðningsmönnunum. Það er gífurlega mikilvægt að Newcastle haldi honum."

„Ég er viss um að hann vilji styrkja liðið og að hann krefjist þess að fá spá pening til þess."

„Þú getur ekki staðið kyrr. Þú getur ekki sýnt traust með því að gefa öllum leikmönnum sem komu liðinu upp áfram sénsinn. Þú verður að fara út og kaupa nýja leikmenn."

„Fólk áttar sig á því að liðið þarf að bæta sig til að geta verið þar sem það vill í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar."

„Núna veltur þetta á því hvar Newcastle vill vera. Vilja þeir komast upp í ensku úrvalsdeildina og vera í þremur eða fjórum neðstu sætunum að berjast eða vill félagið kýla á þetta? Ég er nokkuð viss um hvað Rafa vill gera."

Athugasemdir
banner
banner
banner