Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 25. apríl 2017 07:00
Stefnir Stefánsson
Tony Adams vill fá Reo Coker og Richardson
Mynd: Getty Images
Tony Adams, stjóri Sverris Inga hjá Granada hefur greint frá því að hann hyggist ætla að bjóða Nigel Reo-Coker og Kieran Richardson samning hjá félaginu í sumar.

Þeir félagar hafa verið á reynslu hjá félaginu og hafa æft með liðinu þessar tvær vikur síðan að Adams tók við störfum. Honum þykir þeir hafa sýnt nóg til að verðskulda samning.

Þeim verður þó ekki boðinn samningur strax, þar sem að félagið er í fjárhagsvandræðum og vill greiða úr þeim fyrst.

„Þeir hafa báðir verið frábærir og ég væri gríðarlega til í að bjóða þeim samning fyrir næsta tímabil. En því miður þurfum við að greiða úr smávægilegum fjárhagsvandamálum áður en við getum farið í samningaviðræður við þá." sagði Adams í samtali við Sky Sports.

Hinn 32 ára gamli Richardson hefur eins og kunnt er áður spilað með Manchester United og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en hann var síðast á mála hjá Cardiff City.

Nigel Reo Coker lék með Vancouver Whitecaps, Chivas og Montreal Impact á árunum 2013-2016 en hann gerði garðin frægan hjá West Ham og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner