Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. apríl 2017 06:00
Stefnir Stefánsson
United, City og Chelsea berjast um Griezmann
Eftirsóttur
Eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Manchester United eru sagðir leiða kapphlaupið um þjónustu frakkans Antoine Griezmann, samkvæmt ráðgjafa framherjans.

Eric Olhats útsendarinn sem að uppgötvaði Griezmann, segir þó að Chelsea, Manchester City, Barcelona og Real Madrid hafi öll áhuga á að fá hann til sín eftir tímabilið.

Griezmann, sem hefur 84 milljóna punda klásúlu í samningi sínum við Madrídarliðið, hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu og hefur Manchester United verið hvað mest nefnt til sögunnar þegar um áfangastað er rætt.

Síðustu mánuði hefur leikmaðurinn sjálfur þó sagt að hann hafi áhuga á að vera um kjurrt hjá Atletico.

„Við erum að safna að okkur upplýsingum um lið sem hafa alvöru áhuga" sagði Olhats í samtali við franska sjónvarpsþáttinn Telefoot.

„Það er þó óhjákvæmilegt að ætli einhver að tryggja sér þjónustu hans muni sá hinn sami þurfa að greiða upp klásúluna sem eru 84 milljónir punda. United, City, Chelsea, Barcelona og Real Madrid hafa öll áhuga." hélt Olhats áfram.

„Manchester United hafa þó sýnt langmestan áhuga og þeir voru fyrstir til að sýna honum áhuga." sagði Olhats að lokum. En fróðlegt verður að sjá í sumar hvar Griezmann mun spila á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner