Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. apríl 2018 08:15
Magnús Már Einarsson
Alfreð Finnboga: Þetta var geðveikt
Icelandair
Alfreð skorar mark sitt um síðustu helgi.
Alfreð skorar mark sitt um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Alfreð fagnaði með því að rífa sig úr að ofan.
Alfreð fagnaði með því að rífa sig úr að ofan.
Mynd: Getty Images
„Þetta var geðveikt. Allir sem þekkja það að vera í meiðslum vita hvað það er ömurlegt," sagði Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg, í viðtali við Brennsluna á FM957 í dag.

Alfreð spilaði sinn fyrsta leik í tæpa þrjá mánuði um helgina þegar hann skoraði og lagði upp í 2-0 sigri á Mainz. Alfreð skoraði þar sitt tólfta mark á tímabilinu en hann raðaði inn mörkum áður en hann meiddist.

„Ég var búin að eiga mitt besta tímabil hérna á Þýskalandi og jafnvel ferlinum þegar ég lenti í þessum pirrandi meiðslum og þurfti að taka pásu. Þetta voru smá meiðsli fyrst og svö önnur meiðsli. Leiðinlegu æfingarnar í gyminu borga sig núna."

52 dagar eru í fyrsta leik Íslands á HM en var Alfreð farinn að hafa áhyggjur af því að hann myndi missa af mótinu vegna meiðslanna?

„Auðvitað kemur sú hugmynd upp í hausinn á manni. Það var aðallega það að maður myndi koma ryðgaður á HM og ná ekki að spila leiki fyrir mót. Það er erfitt að fara beint inn á HM eftir að maður hefur verið lengi frá. Þetta var samt aldrei það tæpt. Ég vissi að ég myndi geta spilað síðustu leikina hérna."

Alfreð fagnaði markinu um helgina með því að rífa sig úr að ofan en hann hefur ekki fagnað þannig áður.

„Ég hef aldrei gert þetta. Þetta var grautur af tilfinningum eftir að hafa komið aftur. Við vorum búnir að fá nokkra sénsa í skyndisóknum og ég ætlaði að skora í þessum leik. Þetta var extra nice og ég tók þessa skemmtilegu ákvörðun að rífa mig á kassann. Ég stend og fell með því," sagði Alfreð léttur.

Alfreð segir mikla spennu vera fyrir HM en Íslendingar geta treyst á góðan stuðning frá þjóðverjum þar.

„Þjóðverjar dýrka Íslendinga. Við erum lið númer tvö hjá flestum Þjóðverjum. Eftir að ég kom til baka eftir EM þá leið ekki sá dagur að einhver Þjóðverji tók "Húh-ið" fyrir framan mig og skellihló," sagði Alfreð í viðtali við Brennsluna á FM957.
Athugasemdir
banner
banner
banner