mið 25. apríl 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið: Valur - KR
Föstudag klukkan 20
Óskar Örn Hauksson er tæpur fyrir leikinn.
Óskar Örn Hauksson er tæpur fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Tobias Thomsen mætir sínum fyrrum félögum.
Tobias Thomsen mætir sínum fyrrum félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Albert Watson.
Varnarmaðurinn Albert Watson.
Mynd: KR
Kristinn Freyr er mættur aftur í Val.
Kristinn Freyr er mættur aftur í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-deildin fer af stað á föstudagskvöldið með tveimur leikjum. Mesta spennan er fyrir viðureign Íslandsmeistara Vals og KR sem verður á Hlíðarenda.



Langflestir spá því að Valur muni verja titil sinn. Liðið hefur bæði leikið með þriggja miðvarða kerfi og fjögurra manna varnarlínu á undirbúningstímabilinu en við búumst við því að 3-5-2 leikkerfið verði fyrir valinu.

Sókn er besta vörnin sagði einhver vitur maður. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson gæti leikið í miðvarðalínunni en hann, Bjarni og Eiður hafa leikið saman aftastir í þessu kerfi. Rasmus Christiansen þá á bekknum og Sigurður Egill og Dion vængbakverðir.

Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður ársins 2016, er kominn aftur í Val. Hann hefur eitthvað verið að glíma við meiðsli en á að vera klár á föstudaginn. Ef hann verður ekki með þá mun Guðjón Pétur Lýðsson, sem var í liði ársins í fyrra, væntanlega byrja.

Í þessu byrjunarliði yrðu dönsku sóknarmennirnir saman fremstir en Tobias Thomsen lék með KR-ingum í fyrra og er væntanlega vel peppaður fyrir komandi leik. Tobias hefur verið sjóðheitur á undirbúningstímabilinu.



Skúli Jón Friðgeirsson og Óskar Örn Hauksson eru tæpir fyrir leikinn vegna meiðsla eins og Rúnar Kristinsson sagði í vikunni. Við setjum þá báða í líklegt byrjunarlið en KR-ingar mega ekki við því að vera án Óskars í þessum leik.

Í vörninni í líklegu byrjunarlið KR er Albert Watson, Norður-Írinn sem kom til félagsins í mars.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner