Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. apríl 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Nær Bayern forskoti gegn Real?
James Rodriguez er hjá Bayern á láni frá Real Madrid.
James Rodriguez er hjá Bayern á láni frá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net
Bayern Munchen fær Real Madrid í heimsókn í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 18:45 í kvöld.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn. Fótbolti.net leiðir eftir fyrstu leikina.


Tryggvi Guðmundsson:

Bayern Munchen 2 - 1 Real Madrid
Síðast þegar þessi lið mættust í undanúrslitum Tjampa Líg árið 2014 þá vann Real Madrid 5-0 samanlagt. Það er ekki að fara að gerast aftur. Real nær þó í útivallamarkið góða og spennan verður gífurleg í seinni leik liðanna.

Sigurbjörn Hreiðarsson:

Bayern Munchen 3 - 1 Real Madrid
Ronaldo verður á eldi í keppninni og heldur áfram að skora en það dugar ekki til. Lewandowski setur að vanda eitt.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Bayern Munchen 1 - 2 Real Madrid
James Rodriguez er löglegur með Bæjurum þrátt fyrir að vera á láni frá Real Madrid. Ég sé Kólumbíumanninn setja eitt... og fagna markinu! Í hófi þó. Real er með svarta beltið í Meistaradeildinni og Ronaldo má ekki heyra stef keppninnar og þá er hann búinn að skora. Real fer í úrslitaleikinn.



Staðan í Meistaraspánni:
Fótbolti.net 19
Tryggvi 16
Sigurbjörn 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner