Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mið 25. apríl 2018 15:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 9. sæti
Grindavík fagnar marki í fyrra.
Grindavík fagnar marki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Viviane Holzel Domingues markvörður Grindavíkur.
Viviane Holzel Domingues markvörður Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Elena Brynjarsdóttir.
Elena Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ísabel Jasmín Almarsdóttir.
Ísabel Jasmín Almarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 3. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Grindavík
10. HK/Víkingur

9. Grindavík
Lokastaða í fyrra: 7. sæti í Pepsi-deild kvenna
Grindvíkingar héldu sæti sínu í Pepsi-deild kvenna í fyrra eftir að hafa komið upp árið áður. Þjálfaraskipti hafa orðið hjá Grindavík í vetur og talsverðar breytingar á hópnum.

Þjálfarinn: Ray Anthony Jónsson tók við þjálfun Grindavíkur af Róberti Haraldssyni eftir síðasta tímabil. Ray Anthony spilaði sem bakvörður í liði Grindavíkur í áraraðir en í fyrra þjálfaði hann lið GG í 4. deildinni. Ray spilaði einnig með landsliði Filippseyja á ferli sínum.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði Grindavíkur.

Styrkleikar: Hafa oft styrkt sig mikið og fundið nokkra sterka erlenda leikmenn sem lyfta liðinu á hærra plan. Hafa verið skipulagðar og reynt að spila sterkan varnarleik og stungið stærri liðin illa með hröðum skyndisóknum. Ef styrkingin erlendis frá verður úr efri skúffunum þá gætu þær hjálpað kjarnanum sem fyrir er að taka skref upp á við frá í fyrra.

Veikleikar: Sterkir leikmenn hafa yfirgefið liðið og spurning hvernig nýjum og reynslulitlum þjálfara tekst að móta liðið fyrir tímabilið. Úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa a.m.k. ekki verið upp á marga fiska.

Lykilleikmenn: Það munaði mikið um Vivian í markinu þegar hún kom til þeirra í fyrra. Hún verður í lykilhlutverki ásamt fyrirliðanum Ísabel Jasmín Almarsdóttur og hinni brasilísku Rilany sem hefur verið að spila með landsliði sínu undanfarið.

Gaman að fylgjast með: Dröfn Einarsdóttur sem hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu í meistaraflokki sem og yngri landsliðum Íslands.

Komnar:
Rio Hardy frá Englandi
Steffi Hardy frá Englandi
Margrét Hulda Þorsteinsdóttir frá Keflavík

Farnar
Sara Hrund Helgadóttir hætt
Emma Higgins í Selfoss
Carolina Mendes til Ítalíu
Thaisa de Moraes Rosa til Brasilíu
Lauren Brennan til Nýja-Sjálands
Guðrún Bentína Frímannsdóttir hætt
Anna Þórunn Guðmunsdóttir hætt

Fyrstu leikir Grindavíkur
5. maí Grindavík - Þór/KA
9. maí Breiðablik - Grindavík
15. maí Grindavík - Valur

Taktu þátt í Draumaliðsdeild Toyota
Fótbolti.net er með Draumaliðsdeild í Pepsi-deild kvenna í sumar í samstarfi við Toyota.

Smelltu hér til að skrá þitt lið í Draumaliðsdeildina
Athugasemdir
banner
banner