Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mið 25. apríl 2018 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá fyrirliða og þjálfara í 2. deild: 10. sæti
Fjarðabyggð
Úr leik hjá Fjarðabyggð.
Úr leik hjá Fjarðabyggð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dragan er mjög reynslumikill.
Dragan er mjög reynslumikill.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Peric var besti leikmaður Fjarðabyggðar á síðustu leiktíð.
Milos Peric var besti leikmaður Fjarðabyggðar á síðustu leiktíð.
Mynd: Fjarðabyggð
Jóhann Ragnar Benediktsson.
Jóhann Ragnar Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. Fjarðabyggð, 86 stig
11. Höttur, 40 stig
12. Tindastóll, 36 stig

10. Fjarðabyggð
Lokastaða í fyrra: 8. sæti í 2. deild
Fjarðabyggð féll úr Inkasso-deildinni 2016 og spilaði í 2. deild í fyrra. Liðið byrjaði illa og tapaði meðal annars 2-7 fyrir Njarðvík í fjórðu umferð á heimavelli. Fyrsti sigurinn kom í sjöttu umferð gegn Aftureldingu á heimavelli. Fyrri hlutinn var ekki góður en seinni hlutinn var betri og var áttunda sætið lokaniðurstaðan. Fjarðabyggð endaði vel og náði sjö stig úr síðustu þremur leikjunum.

Þjálfarinn: Dragan Stjojanovic stýrir Fjarðabyggð áfram. Hann hefur áður þjálfað liðið og spilaði líka með því á leikmannaferlinum. Dragan er reyndur þjálfari en hefur áður þjálfað Völsung, KF, Þór og Þór/KA.

Styrleikar: Liðið hefur náð að halda markverðinum Milos Peric og varnarmanninum Milos Vasiljevic sem voru báðir sterkir í fyrra. Þetta eru góð tíðindi. Fjarðabyggð hefur bætt við sig fjórum erlendum leikmenn sem þeir vænta mikils af en það eru líka margir heimamenn að stíga upp. Blandan gæti orðið góð. Þjálfarinn Dragan Stojanovic er reynslumikill í deildinni og hefur áður farið upp úr henni. Hann stýrði Völsungi til sigurs í henni árið 2012.

Veikleikar: Það hafa orðið miklar breytingar á hópnum og margir eru farnir eða hættir. Mikil leikmannavelta hefur mikil áhrif. Stefán Þór Eysteinsson spilar ekki í sumar en hann hefur spilað með meistaraflokki Fjarðabyggðar samfleytt frá 2003. Liðið átti í vandræðum með að skora mörk í fyrra, það þarf að lagast. Heimavallarárangur liðsins í fyrra var í meðallagi, það á ekkert lið að fara af Eskjuvelli með þrjú stig... eða eitt stig.

Lykilmenn:Milos Peric, Milos Vasiljevic og Milan Stavric.

Dragan Stojanovic, þjálfari Fjarðabyggðar:
„Nei, spáin kemur ekki á óvart. Miðað við hvað við erum búnir að missa marga leikmenn frá því í fyrra og miðað við úrslit leikja í vetur. Markiðið er klassískt, að gera betur en í fyrra. Núna eigum við miklu fleiri unga heimamenn en í fyrra og það eru margir af þeim að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Við reynum að búa til góða leikmenn fyrir framtíðina í Fjarðabyggð. Ég held að við séum með betri erlenda leikmenn en við vorum með á síðasta tímabili og ég held að þetta verði góð blanda hjá okkur í sumar. Varðandi markmið okkar fyrir sumarið verður það að koma í ljós og við tökum bara einn leik í einu, og við sjáum til hvar við endum eftir sumarið."

Er von á frekari liðsstyrk?

„Við erum búnir að missa marga leikmenn frá því í fyrra og erum búnir að fá í staðinn. En við erum að leita eftir liðstyrk. Við erum að leita að íslenskum leikmönnum til að bæta okkur."

Komnir:
Aleksandar Stojkovic frá Víði
Milan Stavric frá Serbíu
Mate Coric frá Króatíu
Javier Del Cueto frá Spáni

Farnir:
Anton Bragi Jónsson
Aron Gauti Magnússon í Val (var í láni)
Enrique Ramirez Rivas til Spánar
Georgi Karaneychev til Búlgaríu
Hafsteinn Gísli Valdimarsson í ÍBV (var í láni)
Haraldur Bergvinsson
Hlynur Bjarnason í Leikni F.
Marteinn Þór Pálmason
Morten Levinsen til Danmerkur
Stefán Þór Eysteinsson
Sveinn Fannar Sæmundsson
Sævar Örn Harðarson
Víkingur Pálmason
Þorvaldur Marteinn Jónsson
Zoran Vujovic

Fyrstu leikir Fjarðabyggðar:
6. maí Kári - Fjarðabyggð (Akraneshöllin)
11. maí Fjarðabyggð - Leiknir F. (Eskjuvöllur)
18. maí Höttur - Fjarðabyggð (Fellavöllur)
Athugasemdir
banner
banner