Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. apríl 2018 08:29
Magnús Már Einarsson
Eiður spilar með goðsögnum Chelsea
Eiður fagnar marki með Chelsea á sínum tíma.  Hann spilaði með liðinu frá 2000 til 2006.
Eiður fagnar marki með Chelsea á sínum tíma. Hann spilaði með liðinu frá 2000 til 2006.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen mun spila ásamt fleiri fyrrum leikmönnum Chelsea í goðsagna leik gegn Inter föstudagskvöldið 18. maí næstkomandi á Stamford Bridge.

Chelsea tilkynnti í dag að Eiður og þýski miðjumaðurinn Michael Ballack ætli að taka þátt í leiknum. Áður hafði verið greint frá því að Gianfranco Zola, Marcel Desailly, Roberto Di Matteo, Dennis Wise og Gianluca Vialli ætli að spila leikinn.

„Ég get ekki beðið eftir að koma aftur á Stamford Bridge og spila fyrir framan stuðningsmenn Chelsea ásamt fyrrum vinum og liðsfélögum sem og þekktum einstaklingum úr sögu félagsins," sagði Eiður við heimasíðu Chelsea.

Leikurinn verður spilaður í minningu Ray Wilkins, fyrrum leikmanns og þjálfara hjá Chelsea, en hann lést á dögunum.

„Ray hafði mikill áhrif á mig persónulega og ég veit hversu mikils metinn hann var hjá Chelsea og í fótboltaheiminum. Við munum setja upp frábæra sýningu til að heiðra hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner