Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. apríl 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Getur Salah rofið einokun Messi og Ronaldo á gullknettinum?
Þvílíkur maður!
Þvílíkur maður!
Mynd: Getty Images
Ásamt Cristiano Ronaldo er Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, líklegastur til að vinna gullknöttinn árið 2018, Ballon d'Or, ef horft er til stuðla veðbanka.

SkyBet gefur stuðulinn 7/4 á Ronaldo eða Salah og eru þeir taldir líklegri en Lionel Messi sem er með 7/2.

Salah var geggjaður í 5-2 sigri Liverpool gegn hans fyrrum félögum í Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Liverpool er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn en Ronaldo og félagar, sem eiga möguleika á að vinna keppnina þriðja árið í röð, leika gegn Bayern München í kvöld.

Síðustu tíu gullknettir hafa farið til Ronaldo eða Messi en þar á undan var það Brasilíumaðurinn Kaka sem hreppti hnossið 2007.

Salah hefur skorað 43 mörk á tímabilinu og er markahæsti fótboltamaður Evrópu. Ronaldo og Messi hafa skorað 41 og 35 mörk.

Sagan segir okkur það að sigur í Meistaradeildinni hefur mikið að segja í Ballon d'Or valinu. Þá má ekki gleyma því að HM í Rússlandi er framundan og það mót ætti að hafa mikil áhrif.

Salah, Ronaldo og Messi verða allir þátttakendur í Rússlandi; með Egyptalandi, Portúgal og Argentínu.

Sjá einnig:
Innkastið - Salah stoppar ekki
Athugasemdir
banner