mið 25. apríl 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grét í viðtali vegna þess að hann fær ekki að spila
Alvaro Medran.
Alvaro Medran.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Alvaro Medran brast í grát í viðtali eftir leik Alaves og Las Palmas á sunnudagskvöld vegna þess að hann er ósáttur með lítinn spiltíma hjá Alaves.

Medran, sem er í láni hjá Alaves frá Valencia, skoraði í þriðja markið í 4-0 sigri sem sendi Las Palmas niður í B-deildina fyrir næsta tímabil. Hann fagnaði markinu ekki mikið.

Medran hefur spilað 17 leiki fyrir Alaves á þessu tímabili en hefur aðeins byrjað tvo leiki síðan Abelardo tók við liðinu í desember.

Áður en Abelardo tók við hafði hann byrjaði níu leiki undir stjórn Luis Zubeldia og Gianni De Biasi.

Eftir leikinn fór Medran í athyglisvert viðtal þar sem hann náði ekki alveg að stjórna tilfinningunum. Hann sagði: „Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir mig síðan í desember, ég er búinn að leggja mikið á mig. Framkoman við mig hefur ekki verið góð."

Viðtalið er hér að neðan en Medran er samningsbundinn Valencia til 2020. Efast er um að hann fari aftur þangað.


Athugasemdir
banner
banner
banner