mið 25. apríl 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldinho: Pogba getur unnið Ballon d'Or
Mynd: Getty Images
Brasilíski snillingurinn Ronaldinho telur að Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, geti fylgt í fótspor sín og unnið verðlaunin sem veitt eru besta fótboltamanni heims ár hvert, Ballon d'Or.

Pogba hefur átt í erfiðleikum á þessu tímabili. Sögur hafa verið á kreiki um að samband hans við Jose Mourinho, stjóra United, sé stirrt en Pogba hefur sjálfur gefið lítið fyrir það.

Pogba hefur skorað fimm mörk í 32 leikjum á tímabilinu.

„Hann getur unnið Ballon d'Or, án nokkurs vafa," sagði Ronaldinho um Pogba við Canal Football Club.

„Ég lít á Pogba sem vin, ég lít ekki á sjálfan mig sem átrúnaðargoð hans. Hann er ungur, hæfileikaríkur og getur spilað hvar sem er, hann getur verið í frjálsu hlutverki, varnarsinnuðu eða sóknarsinnuðu."

„Pogba hefur einkenni leikmanns sem getur spilað í hvaða stöðu sem er, hann getur skráð sig í sögubækurnar."

„Paul á að reyna að læra mikið af Jose Mourinho, hann er einn besti þjálfari heims."

Ronaldinho vann gullknöttinn (Ballon d'Or) árið 2005, þegar hann var upp á sitt besta hjá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner