mið 25. apríl 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Rose til Man Utd og Shaw til Tottenham?
Powerade
Danny Rose er orðaður við Manchester United.
Danny Rose er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique gæti tekið við Arsenal.
Luis Enrique gæti tekið við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin hafa skilað inn sínum slúðurskammti. Kíkjum á slúður dagsins.



Arsenal telur að félagið geti sannfært Luis Enrique um að taka við af Arsene Wenger í sumar. Raul Sanllehi, yfirmaður fótboltasamskipta hjá Arsenal, vann með Enrique hjá Barcelona. (Mirror)

Peter Hill-Wood, fyrrum formaður Arsenal, segir að það sé rétt hjá Wenger að stíga til hliðar núna. Hill-Wood er sá sem fékk Wenger til Arsenal árið 1996. (Star)

Joahim Löw, landsliðsþjálfari Þjóðverja, er smeykur við að taka við Arsenal þar sem hann óttast að vera þreyttur eftir HM í sumar. (Times)

Manchester City ætlar ekki að selja John Stones (23) en hann er ennþá í plönum Pep Guardiola. (Telegraph)

Guardiola vill fá Andres Iniesta (33) frá Barcelona. Iniesta hefur einnig verið orðaður við PSG og félög í Kína. (AS)

Guardiola hefur líka áhuga á brasilíska varnarmanninum Lucas Halter (18) sem spilar með Atletico Paranaense. (Mirror)

Manchester United þarf að borga 40 miljónir punda og Luke Shaw (22) í skiptum til að fá Danny Rose (27) frá Tottenham. (Sun)

Jose Mourinho, stjóri United, vill fá Rose í vinstri bakvörðinn en hann vill einnig fá hægri bakvörð í sumar. (Guardian)

Real Madrid ætlar að reyna að fá Robert Lewandowski (29) frá Bayern Munchen í sumar. Ekkert verður þá af því að Harry Kane (24) komi frá Tottenham. (Sun)

Varnarmaðurinn reyndi John Terry (37) gæti framlengt samning sinn við Aston Villa eftir tímabilið. (Talksport)

Chelsea ætlar ekki að selja Alvaro Morata (25) eða Tiemoue Bakayoko (23) í sumar nema þeir óski eftir að fara. Leikmennirnir komu til Chelsea síðastliðið sumar en hafa ekki náð að slá í gegn. (Telegraph)

Nýliðar Wolves vilja fá Eliaquim Mangala (27) varnarmann Manchester City. Mangala er með 85 þúsund pund í laun á viku en það er nóg til hjá Wolves og félagið á ekki í vandræðum með að borga slík laun. (Sun)

Tottenham er í viðræðum við bakvörðinn Kyle Walker-Peters (21) um nýjan samning. (ESPN)

Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að efla njósnakerfi félagsins í Suður-Ameríku í samvinnu við Steve Walsh yfirmann fótboltamála. (Liverpool Echo)

Þýska félagið RB Leipzig hefur áhuga á Reo Griifths (17) framherja U18 ára liðs Tottenham en hann hefur skorað 33 mörk á tímabilinu. (Mirror)

Boca Juniors í Argentínu vill fá markvörðinn Gianluigi Buffon (40) frá Juventus þegar samningur hans rennur út í sumar. (ESPN)

Stoke hefur hætt við að hafa verðlaunaafhendingu fyrir leikmann ársins þar sem félagið telur það óviðeigandi þegar það er í fallbaráttu. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner